Kynningarfundur

 

 

Boðað er til kynningarfundar um niðurstöður á eftirfarandi rannsóknaverkefnum sem voru unnin á árinu 2013:

 

  • Þarfagreining á námsframboði á Norðurlandi vestra

  • Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig á Norðurlandi vestra

 

Kynningarfundirnir eru öllum opnir og verða haldnir á eftirfarandi dögum:

Miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00 í húsnæði Rannsóknaseturs HÍ á Skagaströnd

Fimmtudaginn 6. mars kl. 20:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi

Fulltrúar Farskólans verða á fundinum  til að kynna nám og námskeið og svara fyrirspurnum í tengslum við niðurstöður þarfagreininganna.

Rannsóknirnar eru liður í eflingu menntunar og atvinnulífs á svæðinu og því er mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Gert er ráð fyrir að kynningin taki u.þ.b. 45 mín. og síðan verða umræður á eftir.

 

Heitt á könnunni – allir velkomnir!