Stefnt er að áframhaldandi lagningu ljósleiðara í Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Gert er ráð fyrir að lögbýlum, íbúðar- og frístundahúsum í dreifbýlinu við Skagaströnd bjóðist að fá ljósleiðaratengingu. Um er að ræða húsin Laufás, Réttarholt, Sólvang, Ásholt, Ás, Litla Fell og frístundahúsið Snorraberg. Óskað er eftir viðbrögðum umræddra húseigenda ef þeir hafa ekki áhuga á ljósleiðaratengingu.
Auglýst er eftir:
A: Aðila eða aðilum sem innan þriggja ára hyggjast, á eigin forsendum, ráðast í lagningu og/eða rekstur ljósleiðararnets í sveitarfélaginu fyrir framangreindar eignir.
eða
B: Hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að leggja og /eða reka til framtíðar ljósleiðaranet í samstarfi við Sveitarfélagið Skagaströnd, komi til þess að enginn svari lið A hér að ofan.
Aðilar sem óska eftir stuðiningi munu þurfa að uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi og fjárhagslegan styrk. Enn fremur að hafa reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa og sýna fram á raunhæfa verk- og rekstraráætlun. Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu um fyrirætlanir sínar til Sveitarfélagsins Skagastrandar á netfangið magnus@skagastrond.is fyrir kl. 15:00 þann 4. apríl 2016. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, aukupplýsinga um ofngreint eftir því sem við á.
Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og skýringum og skulu slíkar fyrirspurnir sendar á netfangið magnus@skagastrond.is
Áhugakönnun þessi er ekki skuldbindandi, hvorki fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd né þá sem sýna verkefninu áhuga.
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri