Landað á Skagaströnd

Mynd: Baldur Magnússon hafnarvörður
Mynd: Baldur Magnússon hafnarvörður

Á vef Fiskifrétta eru sagðar fréttir af því að línuskip Vísis, Páll Jónsson GK og Sighvatur GK, hafa fiskað vel síðustu daga þrátt fyrir leiðindaveður. Páll Jónsson landaði í Grindavík í gær og Sighvatur landaði á Skagaströnd síðdegis. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við skipstjórana og fékk fréttir af veiðiskapnum. Í fréttinni kom fram að Vísibátarnir landi oft á Skagaströnd en í fréttinni segir:

"Við löndum svo á Skagaströnd síðdegis eins og við höfum oft áður gert en þar fáum við afar góða þjónustu að öllu leyti. Aflinn í túrnum er rétt tæplega 100 tonn og það er ekki hægt annað en að vera sáttur.”

 

Er haft eftir Óla Birni Björvinssyni skipstjóra á Sighvati en landað var úr um 300 körum síðdegis í gær á Skagastrandarhöfn og nam aflinn alls 109.688 kg.

Það er ekki annað hægt en að vera kátur með svona umsögn og þökkum við Óla Birni fyrir þetta jákvæða innlegg inn í vikuna hjá okkur.

Fréttina má lesa í heild sinni á síðu Fiskifrétta hér