Landsmönnum boðið í bíó - Íslensk kvikmyndahelgi 21.-24. mars.

Í tilefni af hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og 18 sýningarstaði, landsmönnum í bíó helgina 21. – 24. mars.

 

Fjölbreytt úrval íslenskra kvikmynda verður sýnt víðs vegar um land og í einhverjum tilfellum verða leikstjórar eða aðrir aðstandendur viðstaddir sýningar og svara spurningum að þeim loknum. Alls verða sýningar á 18 stöðum, þar af tveimur í Reykjavík – Háskólabíó og Bíó Paradís.

 

Sýningarstaðir voru valdir í samráði við menningarfulltrúa hvers landshluta og eftir aðstöðu til sýninga. Frekari upplýsingar og dagskrá Íslenskrar kvikmyndahelgi má nálgast á miðvikudaginn á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands: www.kvikmyndamidstod.is 

Í tilefni af íslensku kvikmyndavikunni verða tvær myndir sýndar frítt á í Félagsheimilinu á Blönduósi!

Fimmtudaginn 21. mars munum við sýna kvikmyndina Brim kl 20:00.

Sunnudaginn 23. mars munum við sýna kvikmyndina Duggholufólkið kl 15:00 og mun leikstjóri myndarinnar, Ari Kristjáns verða viðstaddur sýninguna!

Látum þennan frábæra menningarviðburð ekki fram hjá okkur fara :)