Laus staða leikskólakennara
við Leikskólann Barnaból Skagaströnd
Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum leikskólakennara eða starfsmanni með sambærilega uppeldismenntun sem er tilbúinn að taka þátt í kraftmiklu leikskólastarfi m.a. að vinna við gerð á nýrrar skólanámsskrár og skipulagningu faglegs starfs.
Um er að ræða 50% starf á tímabilinu kl. 12 - 16/16:15.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með 15. ágúst 2012.
Leikskólinn Barnaból er tveggja deilda leikskóli og auglýst starf er aðallega á deild með eldri nemendum á aldrinum 2½ - 6 ára.
Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum eða fólki með sambærilega uppeldismenntun og sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna tímabundið til eins árs. Á Leikskólanum Barnabóli er leitast við að jafna kynjamun og karlmenn jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 28. júní 2012
Nánari upplýsingar gefur
Þórunn Bernódusdóttir leikskólastjóri
Sími 452-2706
eða á barnabol@skagastrond.is