Lausar stöður við Höfðaskóla til umsóknar

Eftirtaldar stöður við Höfðaskóla á Skagaströnd eru lausar til umsóknar skólaárið 2019-2020.:


• 50% staða aðstoðarskólastjóra
Staða umsjónarkennara á unglingastigi. Almenn kennsla.
Staða umsjónarkennara á miðstigi. Almenn kennsla.


Í Höfðaskóla eru um 80 nemendur í 1.-10.b. og koma nemendur frá Skagaströnd og Skagabyggð.

Kennarar og annað starfsfólk skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi. Mikill vilji og áhugi er á nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þ.m.t. notkun snjalltækja í kennslu.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl n.k.


Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, hofdaskoli@hofdaskoli.is og í síma 452 2800/862 4950