Laus er staða við ræstingar í sameign Hnitbjarga á Blönduósi og á skrifstofum Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Um er að ræða vikulega ræstingu á hvorum stað – 7 tímar á viku í heildina; fjórir á skrifstofunni og þrír í Hnitbjörgum . Ræstinguna á skrifstofunni þarf að vinna utan skrifstofu tíma.
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Starfið hentar öllum kynjum.
Hægt er að sækja um hvora ræstinguna fyrir sig.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 455 2700 eða skagastrond@skagastrond.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember næstkomandi og skal umsóknum ásamt starfsferilsskrá skilað í tölvupósti til skagstrond@skagastrond.is