Leikskólinn Barnaból 35 ára 7. júní nk.

Leikskólinn Barnaból 35 ára 7.júní 2012

            

Á afmælisdaginn verður opið hús frá kl. 13:30 – 16:00

og öllum bæjarbúum boðið að koma í heimsókn  

 

Dagskrá:

Kl 13:30-16:00  Opið hús: Sýning á verkefnum nemenda skólaárið 2011-  2012 og myndbandi AnneMaríe von Splunter sem hún tók í febrúar s.l. af „nýjum og gömlum“ nemendum Barnabóls

 

Kl 14:00-14:45        Skoppa og Skrítla koma í heimsókn

 

Kl. 15:00-16:00       Afmælisveitingar: Kaka, Svali og kaffi

 

 

Föstudaginn 8. júní er einnig opið hús frá kl.09:30-16:00  og gestum boðið að koma og kynnast leikskólastarfinu, verkefnum nemenda og afmælismyndband AnneMaríe verður látið rúllar í tölvum yfir daginn.

                       

                Allir hjartanlega velkomnir

 

         Nemendur, kennarar og foreldrafélag

Leikskólans Barnabóls

 

 

 

 

Leikskólinn Barnaból

35 ára 7.júní 2012   

    

 

Myndbandsverk hollensku listakonunnar AnneMarie von Splunter var gert í febrúar 2012 og sýnir nemendur og kennara Barnabóls í nýju ljósi.     

 

              Umsögn AnneMarie um gerð myndarinnar:

Gerð myndarinnar, sem var m.a. innblásinn af leikskólastjóranum, var að ná myndum af eins mörgum og ég næði til á þeim mánuði sem ég hafði til verksins og ættu tengingar við leikskólann frá árinu 1977 til líðandi stundar.

Óskað var eftir fyrrum nemendum og starfsfólki á heimasíðu Skagastrandar og öðrum samskiptasíðum á netinu. Fjöldi fullorðinna og barna brást við og skipulögðu einnig þátttöku systkina og skyldmenna sem voru flutt á Blönduós, Sauðárkrók og til Reykjavíkur. Þetta leiddi af sér 88 myndatökur! Sum barnanna sýndu sérstakan áhuga og komu með uppáhalds húfuna sína eða vildu vera á sérstökum stað við myndatökuna.

Ég bað þau að snúa sér í hringi og halda myndavélinni í útréttri hendi og snúa linsunni að sér. Leikskólabörnin héldu á myndavélinni og sátu á skrifstofustól, þau yngstu á hnjám kennara. Stólnum var síðan snúið af vinum þeirra og oft varð úr hin skemmtilegasta uppákoma. Þar sem ung börn hafa stutta handleggi sést aðallega andlit þeirra. Myndskeið með þeim sem hafa vaxið meira og hafa öðlast meiri armlengd sýna meira af umhverfinu: heimili þeirra, hafinu, kirkjunni á Skagaströnd eða höfninni.

Tónlistarkennarinn á staðnum Hugrún Sif Hallgrímsdóttir samdi fallegan vals við snúning myndanna og flutti á píanó, flautu og hljómborð með manni sínum Jóni Ólafi Sigurjónssyni sem lék á gítar í upptökunni.  Myndin er gerð í takti tónlistarinnar, samspili hljóðs og myndar sem lífga hugmynd endurfunda, vals þorpsins í gegnum rás tímans og kynslóðanna.

 

Til hamingju með afmælisárið Barnaból !!

Um listamanninn:

AnneMarie van Splunter er sjónlistamaður sem býr og starfar í Amsterdam. Verk hennar hafa margvíslegar birtingarmyndir: þær geta verið teppi úr salti eða sykurhaugar sem eru skammtíma innsetningar eða steinsteyptir leikvellir eða stál-garðhlið (styrktarverkefni unnið með fleirum fyrir rannsóknarstofnun byggingarmála)

Til að ná sambandi við AnneMarie eða skoða verk hennar er hægt að fara á heimasíðu hennar: www.annemarievansplunter.nl