Á leikskólanum Barnabóli er hefð fyrir því að halda upp á skammdegið með skammdegishátíð í nóvember og
Um hádegið fóru foreldrar barnanna að streyma í hús í heita kjúklingasúpu og brauð og hér borðuðu um 108 manns í hádeginu og er ekki annað að sjá en almenna ánægju með þennan árlega sið.
Mánudaginn 14. nóvember bar heldur betur í „veiði“ hjá okkur en þá komu skipverjar á Arnari með branduglu í heimsókn. Uglan hafði leitað hælis hjá þeim lengst út á miðum, alveg aðframkomin greyið, en þeim tókst að hressa hana við og koma með hana í land nokkrum dögum seinna. Trésmiðja Helga Gunnarssonar hafði tilbúið gott búr fyrir ugluna þegar að landi kom og síðan varð hún nokkurs konar farandugla, byrjað var á að fara með hana á dvalarheimilið Sæborg, síðan á leikskólann og þaðan í grunnskólann.
Þetta var mikil upplifun fyrir leikskólabörnin, starfsfólk og þá foreldra sem sáu ugluna og við drógum fram allar bækur og myndir sem við áttum af uglum og síðan var lagst í uglufræðslu og m.a. reynt að finna út hvort um eyruglu eða branduglu væri að ræða sem Óli Benna „náttúrufræðingur“ í Höfðaskóla skar síðan úr um að hér væri um branduglu að ræða.
Framundan er gleðilegur tími m.a. með piparkökubakstri og kertaljósum, gönguferðum, heimsókn í kirkjuna og aðventunni.
Með kveðju
Þórunn Bernódusdóttir
Leikskólastjóri