LIGHT UP 2022

Á íslenskum vetrum eru dagarnir stuttir og næturnar langar. Eftir að ljósaflóð jólanna er liðið hjá getur janúar virst vera dimmasti mánuður ársins og við þráum öll langa sólríka daga.
 
Til að bjóða bjartara og skærara 2022 velkomið þá mun Nes listamiðstöð „lýsa upp“ Skagaströnd með þátttöku listamanna sem munu búa til allskonar listaverk með lýsingu.
 
Það verður gert með því að nota LED ljós til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fl. víða um Skagaströnd og með listagöngu fyrir íbúa Norðurlands vestra 22. og 23. janúar 2022 frá kl. 18.00 – 21.30.
 
Óáþreifanleiki ljóssins getur breytt skynjun okkar á hugtakinu „rými“ og Nes listamiðstöð hefur valið listamenn frá Austurríki, Hollandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kanada sem munu búa til stórar innsetningar og varpanir með því að nota ljós á frumlegan og skapandi hátt, einnig bjóða upp á gerð lukta með börnum og lýsandi vinnustofur.
Þessi viðburður er hannaður með þátttöku samfélagsins í huga til að breikka sýn okkar á hvað er „list“.
 
Komdu í heimsókn til Skagastrandar meðan á viðburðinum stendur, gakktu um bæinn og bjóddu bjartara og skærara 2022 velkomið!
 
Þessi viðburður er aðeins mögulegur með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupi og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.