28.08.2003
Í næstu viku hefst nýtt þriggja mánaða námskeið á vegum
Líkama og Sálar. Kynningarfundur vegna námskeiðsins var
haldinn í Kántrýbæ miðvikudagskvöldið 27. ágúst og að venju
fjölmenntu konur á Skagaströnd á fundinn. Nú þegar eru á
milli 30 – 40 konur búnar að skrá sig.
Þetta er fjórða námskeiðið sem Líkami og Sál stendur fyrir.
Eins og áður verður lögð áhersla á efla líkamlega og andlega
líðan kvenna. Eða eins og segir í kynningarbréfi
námskeiðsins “við ætlum að hittast, hreyfa okkur, hlæja
saman og keppast við að halda okkur í góðu formi, líkamlega
og andlega”
Meðal þess sem boðið er upp á að þessu sinni er: leikfimi
þrisvar í viku, námskeið í magadansi, jólagleði og margt fleira
skemmtilegt. Sjúkraþjálfari mælir styrk og metur líkamlegt
ástand allra þátttakenda og gefur góð ráð í byrjun námskeiðs,
um miðbik þess og við lok.
Þeir sem ekki komu á fundinn en langar að vera með þá er
enn hægt að skrá sig. Bara að taka upp tólið og hafa
samband við Bryndísi í síma: 8997919, Fríðu í síma: 8916070
eða Sólrúnu í síma:8629207 fyrir mánudaginn 1. september
næstkomandi.