Fimmtudaginn 25. september n.k. leggur línudanshópur Skagastrandar land undir fót og flýgur út til Glasgow. Er stefnan tekin á Linedance festival in Bute 26-29 sept 2008.
Festivalið er haldið í lítilli eyju rétt utan við Glasgow sem nefnist Rothesay the ISLAND of Bute. Festivalið hefur verið haldið um árabil og þangað koma margir víða að til að nema þá skemmtilegu danslist sem línudansinn er. Toppkennarar eru fengnir til að kenna ásamt góðum kántrý hljómsveitum.
Þeim sem langar að fræðast um festivalið geta farið inn á heimasíðu þess sem er : http://www.butelinedance.co.uk/
Ákveðið var þann 10 september 2007 að fara á línudansfestivalið í september 2008 og hefur því biðin verið löng en er nú komið að fardögum og ríkir að sjálfsögðu mikil eftirvænting í hópnum.
Gaman er að segja frá því að meðlimir hópsins koma nú úr 3 sveitarfélögum af 4 í sýslunni en æfingar fara fram 1 sinni í viku á Skagaströnd að sjálfsögðu.
Heimasíða hópsins er : http://hofarnir.blogcentral.is/
Fyrirhugað er að halda byrjendanámskeið í október til að efla hópinn enn frekar og hvet ég alla til að skrá sig sem áhuga hafa á dansi, bæði karla sem konur þegar það verður auglýst.