Lionsklúbburinn fær styrk úr Pokasjóð

Í dag var 90 milljónum króna úthlutað úr Pokasjóði verslunarinnar en sjóðurinn fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum. Um 100 verslanir víða um land greiða í sjóðinn.

Í þessari úthlutun fékk Lionsklúbbur Skagastrandar  200 þúsund krónur til að setja upp hringsjá á Spákonufellshöfða en undanfarið ár hefur verið unnið að upplýsingaöflun fyrir verkefnið og jafnframt leitða leiða til að fjármagna verkið.

Í fréttatilkynningu kemur fram, að hlutverk Pokasjóðs er að leggja lið málum sem horfa til almannaheilla á sviði umhverfismála, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar og lista og íþrótta og útivistar.

Stærstu framlög úr sjóðnum hafa farið til Skógræktarfélaganna sem hafa fengið samtals 72 milljónir króna. Þá hefur Húsgull, sem unnið hefur að uppgræðslu á Hólasandi, fengið 48 milljónir króna.

700 umsóknir bárust til sjóðsins í ár og námu óskir um framlög um 750 milljónum króna.

Heimild: www.huni.is