Hópur ungs fólks hefur síðustu tvo daga unnið að því að mála listaverk á gaflinn á gömlu síldarþrónum við höfnina. Listamennirnir eru á leið sinni í kringum landið í þeim tilgangi einum að lífga upp á bæi með því að færa list sína á ljótu veggina sem áreiðanlega fyrirfinnast í öllum byggðarlögum.
Á Skagaströnd fundu listamennirnir þrærnar. Þar hefur nú mikið listaverk verið að fæðast og von er á að það klárist í dag.
Veggskreytingin er í graffítistíl. Í þúsundir ára hafa listamenn mála á veggi. Þekktar eru slíkar skreytingar frá tímum Grikklans hins vorna og Rómaveldis.
Nú á tímum hafa sprey brúsar leyst hin hefðbundnu verkfæri af hólmi.
Oftar en ekki hefur verið amast við graffítí á veggjum enda viða lítil prýði af þeim. Þá hefur lítið farið fyrir listinni og þá frekar verið um ruddalegan boðskap að ræða eða hrein skemmdarverk á eigum fólks. Slíkur vandalismi hefur aðeins það markmið að höfundurinn er að merkja sér staði.
Engu að síður hefur listin breyst á síðustu áratugum og er nú uppfull táknmynda með ákveðnum boðskap,til dæmis pólitiskum, umhverfislegum, mannlegum o.s.frv.
Listamennirnir sem eru í heimsókn á Skagaströnd eru allir í listnámi af einhverju tagi og hafa langa reynslu að baki.
Á gaflinn á þrónum eru þeir að mála verk sem meðal hann hefur skírskotun til sæskrímsla en í miðju verksins er skjaldamerki ríkisins með sínum fjórum kykvendum.
Hópurinn leggur alla sína vinnu fram án endurgjalds, tekur ekkert fyrir kostnað vegna efnis en hins vegar fær hann að sofa í félagsheimilinu Fellsborg.
Eins og títt er um ung fólk með hugsjón hefur það ekki mikinn pening handa á milli. Það var því kærkomið að Samkaup og Söluskálinn sameinuðust um að gefa því kleinur, kökur og drykki í kaffihléinu síðdegis í gær. Hópurinn bað þess vegna fyrir góðar kveðjur til þessara fyrirtækja og þakkar kærlega fyrir allt matarkyns sem gaukað er að þeim.
Á efstu myndinni eru þessir listamenn, talið frá vinstri: Kristín og Narfi í stigunum, Ingi er uppi á skúrnum, og þá Daníel, Brynja, Dýrfinna og Loki.