12.11.2003
Það var löggumaður og löggukona sem komu, sagði
einn. Já, þau komu á löggubílnum, sagði annar. Og
löggukonan sagði börnunum söguna af honum bangsa
sem tók af sér beltið meðan bíllinn var á ferð og flaug á
sætið og meiddi sig þegar kisan hljóp yfir veginn. Já, af
því hann þurfti að bremsa svo fast svo hann keyrði ekki
á hana.
Ég nota alltaf hjálm þegar ég hjóla, en hann pabbi minn
gerir það ekki,heyrðist út í horni.
Já og ég hjóla alltaf á gangstéttinni. Ég get hjólað með
engin hjálpardekk.
Löggan gaf okkur svona endurskinsmerki, já en það var
frá bankanum. Ég á svona merki heima á úlpunni
minni. Maður getur notað tvö. Það má fara út á
peysunni til að skoða löggubílinn. Ein stelpan var á
inniskónum, en það er svo hlýtt, bergmálar einn. Ég
fékk að ýta á takkann, það kom hávaði. Einhver var
hræddur við hávaðann, ein hélt fyrir eyrun. Maður
hringir bara í 112 þegar slysið kemur.
Og umræðurnar héldu áfram ...