Lýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi á Hólanessvæði á Skagaströnd

Lýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi á Hólanessvæði á Skagaströnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytingu á deiliskipulagi Hólanessvæðis sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði byggðar baðlaugar til þess að skapa aukið aðdráttarafl á svæðinu og stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á Skagaströnd. Markmið með breytingum á deiliskipulagi fyrir Hólanes er m.a. að skapa forsendur fyrir frekari uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins þar sem áhersla er á að þétta byggð. Það samræmist einnig fyrri markmiðum eldra deiliskipulags og núgildandi aðalskipulags. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu. Tillagan er háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 10. maí 2021 á netfangið oskar@landmotun.is eða sveitarstjori@skagastrond.is

Einnig má skila ábendingum á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd.

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Sveitarstjóri