Vegagerðin mun malbika stofnveg sveitarfélagsins frá Fellsbraut við Röðulfell um alla Strandgötu fram að gatnmótum við Einbúann.
Framkvæmdir hefjast á morgun fimmtudaginn 27. júlí og standa yfir fram á sunnudag.
Framkvæmdaplan lítur svona út:
Fimmtudagur 27. júlí: Leggja í þverskurði í aðalgötu, afrétta götu og fræsa lása
Föstudagur 28. júlí: Leggja vinstri akgrein (þegar keyrt er inní bæinn)
Laugardagur 29. júlí: Leggja hægri akgrein
Sunnudagur 30. júlí: Malbika á leikskólalóð, bílastæði við Spákonufellshöfða og í sár vegna fráveituframkvæmda.
Það er óhjákvæmilegt að einhver truflun verði á umferð um bæinn á meðan á verkinu stendur og eru vegfarendur beðnir um að gæta aðgátar.
Íbúar við Fellsbraut og Strandgötu eru beðnir um að fjarlægja öll ökutæki þar sem malbikað verður upp að gangstéttum fyrir 8:00 fimmtudaginn 27. júlí.
Ef einhverjar breytingar verða á framkvæmdaráætlun verður það tilkynnt sérstaklega.