Í lok júnímánaðar verður malbikunarflokkur að störfum á Skagaströnd þar sem lagt verður bundið slitlag á nokkrar götur.
Á þeim tíma verður mögulegt að fá malbik til að leggja á bílastæði við heimahús. Til að fá það gert verða húseigendur að ganga frá jarðvegsskiptum og jöfnuðu yfirborði.
Þar sem almennt er ekki hægt að koma útlagningavélum að í þröngum bílastæðum er kostnaður við malbikun þeirra nokkuð meiri en á götur og fer fermetraverð eftir stærð plansins. Reikna má með að verð á hvern fermetra sé á bilinu 5-7.000 kr.
Þeim sem hafa áhuga á að fá malbikað bílastæði er bent á að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins.
Skagaströnd 16. júní 2010
Sveitarstjóri