Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra heldur málþingið Fólk í heimildum – heimildir um fólk laugardaginn 11. október næstkomandi. Sex fræðimenn munu ræða vítt og breitt um leit sagnfræðinga og annarra sem vinna með liðna tíð að „fólki“ fortíðarinnar og þeim aðferðafræðilegu, kennilegu og siðferðilegu álitamálum sem upp geta komið í því starfi. Þingið verður haldið í bókasafni Halldórs Bjarnasonar í húsakynnum Rannsóknaseturs HÍ á Einbúastíg 2 á Skagaströnd og hefst klukkan 13.
Nánari upplýsingar um málþingið má finna hér.