Laugardaginn 24. apríl 2010 kl. 10:00 býður Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra öllum áhugamönnum um sögu og samfélagsmál til síns fyrsta málþings.
Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Valtýs Guðmundssonar á Skagaströnd eru Sveitarfélagið Skagaströnd og bókaútgáfan Urður þátttakendur í málþinginu
Nokkur brot úr sögu samskipta Íslands við erlend ríki. Til upprifjunar fyrir pólitíska umræðu.
Málþingið er haldið í tengslum við formlega stofnun Fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra föstudaginn 23. apríl. Um leið opnar Biopol sjávarlíftæknisetur nýjar rannsóknarstofur og haft verður opið hús í Nesi Listamiðstöð og Árnesi, elsta húsi bæjarins.
Sætaferðir frá Reykjavík
Farið verður í rútu frá Þjóðminjasafninu í Reykjavík til Blönduóss og Skagastrandar um hádegi föstudaginn 23. apríl og komið í tæka tíð til að taka þátt í opnunarathöfn Fræðasetursins og skoða Skagaströnd. Hægt er að finna gistingu á Skagaströnd eða á Blönduósi (sjá síðar). Kvöldverður verður í Kántrýbæ.
Rútuferð verður milli Blönduóss og Skagastrandar á föstudagskvöldi kl. 23.30 og laugardagsmorgni kl. 08:30. Morgunmatur er reiddur fram í Bjarmanesi á Skagaströnd á laugardagsmorgun kl. 09:00.
Málþingið hefst kl. 10:00 og eftir hádegishlé fara fram opnar umræður til kl. 14:00. Að málþinginu loknu er boðið upp á ferð út á Skagann, m.a. í Kálfshamarsvík með staðkunnugum leiðsögumanni. Rúta fer frá Skagaströnd til Reykjavíkur laugardaginn 24. apríl kl. 16:30. Nánari dagskrá og gistimöguleikar á Blönduósi og Skagaströnd eru taldir upp hér á eftir.
Til að auðvelda skipulag eru þeir sem hafa hug á að nýta sér rútu- og veitingamöguleika beðnir um að skrá sig sem fyrst, ekki síðar en á hádegi á miðvikudag í gegnum heimasíðu ssnv.is Skráning hér!
Verð
- Rúta milli Reykjavíkur og Skagastrandar kr. 5000.- hvora leið. Rúta frá Blönduósi til Skagastrandar á föstudagskvöldi og laugardagsmorgni er innifalin í verðinu.
- Morgunmatur í Bjarmanesi kl. 9-10 kr. 1.290
- Hádegismatur í Bjarmanesi súpa og brauð kr. 1.290
- Rútuferð í Kálfshamarsvík og fleira með leiðsögumanni – ókeypis
Matseðill í Kántrýbæ, föstudagskvöldið 23. apríl kr. 4.190
- Parmaskinka á salatbeði með melónu- og appelsínu vinigrette
- Kolasteiktur þorskhnakki „New Orleans“ með hrísgrjónacumbo og nýju grænmeti
- Ítölsk ostakaka með karamellusósu og kaffi
(Mögulegt er að panta grænmetisrétt á staðnum)
Aðrar upplýsingar hjá Láru Magnúsardóttur í síma eða 452 2210 eða 861 72 31. Netfang: laram@hi.is
Föstudagur 23. apríl
12:00 Rútuferð á Skagaströnd frá Þjóðminjasafni – Skagaströnd
16:00-19:00 Opnun Fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
19:00 Kvöldverður í Kántrýbæ
23:30 Rúta frá Skagaströnd á Blönduós
Laugardagur 24. apríl
8:30 Rúta frá Blönduósi á Skagaströnd
09:00-10:00 Morgunmatur í Bjarmanesi
10:00 Málþing í félagsheimilinu Fellsborg
Dagskrá
10:00-10:05
Oddný Eir Ævarsdóttir fundarstjóri setur málþingið
10:05-10:20
Lára Magnúsardóttir
Kirkjan og önnur óvænt erlend ríki sem Ísland hefur tengst
10:20-10:40
Anna Agnarsdóttir
Ásælni í Ísland á 18. öld: Ráðabrugg í Versölum og London
10:40-11:00
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Kommúnismi á íslensku
11:00 -11:20
Kaffihlé
11:20-11:40
Jón Þ. Þór Íslandspólitík Dana um aldamótin 1900
11:40-12:00
Unnur Birna Karlsdóttir
Ísland á 20. og 21. öld og alþjóðlegt samstarf um umhverfisvernd
12:00- 13:00
Hlé
Súpa í Bjarmanesi
13:00-13:20
Helgi Þorláksson
Konungsvald á Íslandi á miðöldum. Er skilningur sagnfræðinga mótaður af samtímaumræðu?
13:20-14:00
Ármann Jakobsson stýrir almennum umræðum
Hvaða ljósi varpar sagan á úrlausnarefni samtímans?
14:15-16:00
Ferð með leiðsögumanni á Árbakka, Hof, Króksbjarg og Kálfshamarsvík
16:30 – 20:00
Rúta: Reykjavík – Blönduós – Skagaströnd
Gisting
Munið rútuferð frá Blönduósi á Skagaströnd kl. 8:30 og morgunverð í Bjarmanesi á Skagaströnd kl. 9 á laugardag
Gisting á Skagaströnd
Suðurvegur 20, raðhús
Herbergi: Tvö í báðum er tvíbreitt rúm
Fjöldi: Samtals gisting fyrir 4, jafnvel fleiri í stofu á bedda
Umsjón: Ólafía Lárusdóttir
Sími: 897 7877
Hólabraut 25
Herbergi: Tvö herbergi, tvö rúm í hvoru
Fjöldi: Samtals gisting fyrir 4, eldhúskrókur fylgir aðstöðunni
Verð nótt: 8.000 kr. fyrir herbergið, einn í herbergi 6.000 kr.
Umsjón: Guðmundur Jóhannesson
Sími: 452 2625
Túnbraut 1-3
Herbergi: Fimm herbergi, 3 tveggja manna, 2 eins manns
Verð nótt: Verð fyrir tvo í herbergi, 8.000 kr. einn í herbergi 5.000 kr.
Umsjón: Jóhanna Sigurjónsdóttir
Sími: 862 3876
Skíðaskálinn, hús ofan við bæinn
Fjöldi: Svefnpokapláss fyrir allt að 15
Verð nótt: 1.000 kr. pr. mann
Herbergi: Einn stór salur
Umsjón: Lilja Ingólfsdóttir
Sími: 863 6593
Gisting á Blönduósi
Hótel Blönduós
Aðalgötu 5
540 Blönduós
sími 4524205
www.hotelblonduos.is
hotelblonduos@simnet.is
Hótelherbergi:
Eins manns herbergi með baði, morgunmatur innifalinn 9.200
Tveggja manna herbergi með baði, morgunmatur innifalinn 11.500
Gistiheimilisaðstaða Hótel Blönduóss
www.hotelblonduos.is
hotelblonduos@simnet.is
(Blöndubyggð 10)
Eins manns herbergi, sameiginleg snyrting, án morgunmatar 4.000
Tveggja manna herbergi, sameiginleg snyrting, án morgunmatar 6.000
Glaðheimar - sumarhús
Brautarhvammi 11
540 Blönduós
sími 8201300
www.gladheimar.is
gladheimar@simnet.is
Sumarhús 2ja til 6 manna. Verð frá 6.000 til 14.000 kr. Rúmföt og handklæði kosta 1.500 krónur í viðbót pr. mann.
Blönduból – smáhýsi
Blöndubyggð 9
540 Blönduós
sími 4643455 / 8923455
osinn@osinn.is
Þrjú fjögurra manna smáhýsi með salerni. 5000 krónur pr. hús, rúmföt aukalega kr. 500.
Ferð með leiðsögumanni um Skagann
Farið verður frá Skagaströnd laugardaginn 24. apríl kl. 14:15 – 16:00
Árbakki við Skagaströnd-fæðingarstaður Valtýs Guðmundssonar – Jón Þ. Þór segir frá. Að því loknu tekur fararstjóri kunnugur sögu og landsháttum Skagans við.
Hof –er forn kirkjustaður 9 km. norðan við Skagaströnd. Þar er falleg timburkirkja frá 1876. Þar eru fornar tóttir sem nefnast Goðatóttir og gætu verið af hofi. Á Hofi fæddist Jón Árnason (1819-1888) sem þekktastur var fyrir söfnun þjóðsagna sem við hann eru kenndar.
Króksbjarg- 12 km. norður af Skagaströnd. Björgin eru ekki mjög há, aðeins um 40-50 m. en þau eru löng. Vegurinn liggur með bjargbrúninni .
Fossá fellur í fallegum fossi af bjargbrúninni beint í sjó fram. Í bjarginu er mikið fuglalíf.
Kálfshamarsvík- sem er 22 km.norður af Skagaströnd er einn athyglisverðasti staðurinn á ökuleiðinni fyrir Skaga. Á Kálfshamarsnesi er stór viti sem endurbyggður var 1939, en upphaflegur viti var reistur 1913.
Við nesið eru mjög sérstæðir sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir um tveimur milljónum ára. Á árunum 1910-1930 myndaðist þarna lítið sjávarþorp sem nefnt var eftir víkinni. Þegar flest var, voru um eitthundrað manns búsettir í víkinni. Ástæðan var einföld, þarna var góð hafnaraðstaða frá náttúrunnar hendi og stutt á gjöful fiskimið.
Upp úr 1930 hnignaði byggðinni tiltölulega hratt og tíu árum síðar höfðu flestir flust í burtu. Flestir fóru inn á Skagaströnd. Húsarústir eru enn sjáanlegar í Kálfshamarsvík og hafa þær verið merktar með nöfnum húsa sem þar stóðu ásamt nöfnum ábúenda.
(Ef tími leyfir verður farið í Hafnir-30 km. norður af Skagaströnd. Það er fornt stórbýli, nær nyrst á Skaga. Þar eru Hafnarbúðir, gömul verstöð, einkum hákarlafangara, þaðan réru oft allt að 20 skip til hákarla-og fiskveiða. Gamir malarkambar eru hjá Höfnum og eru þeir merki um hærri sjávarstöðu við ísaldarlok. Grónar smáeyjar liggja skammt undan landi, en þar er blómlegt æðarvarp og selalátur.)
Staðkunnur fararstjóri verður með í för.