Málþing um skotveiðtengda ferðaþjónustu

Málþing um skotveiðitengda ferðaþjónustu verður haldið í Háskólanum á Akureyri 13. desember nk. Kl. 13:00-17:30. 

Yfirskrift málþingsins er Skotveiðitengd ferðaþjónusta – þróunarmöguleikar í dreifðum byggðum. 

Á málþinginu verða kynntar niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar á Íslandi í tengslum við skotveiðar og skotveiðitengda ferðaþjónustu. Auk þess verða kynntar ýmsar hliðar á málinu út frá sjónarmiðum hagsmunaðila um þróun þessarar greinar ferðaþjónustu á Íslandi. 
 
Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Vinsamlegast sendið skráningu til Eyrúnar Bjarnadóttur á netfangið ejb@unak.is