Ferðamálastofa boðar til málþings fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi á Grandhóteli í Reykjavík um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða. Meðal fyrirlesara verður Audun Pettersen frá Innovasjon Norge og einnig hópur innlendra fyrirlesara með þekkingu á málaflokknum.
Málþingið hefst kl. 08:30 og því lýkur kl. 11:30. Síðasta klukkutímann mun Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá Netspori stjórna umræðuhópum (Heimskaffi).
Dagskrá málþingsins má sjá á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is og skráning fer í gegnum netfangið: skraning@ferdamalastofa.is fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi.