Íbúum Skagastrandar fjölgaði um 21% á síðasta ári ef með eru taldir þeir 108 listamenn sem bjuggu í bænum á árinu á vegum Ness listamiðstöðvar. Miklu munar um þá 173 listamenn fyrir samfélagið sem komið hafa upphafi en fyrstu gestirnir komu árið 2008.
Listin hefur mikil og hefur ótvírætt góð áhrif á sveitarfélagið, til dæmis rekstur þjónustufyrirtækja svo sem matvöruverslun, veitingastað, kaffihúss og svo framvegis. Vonir standa til að enn fleiri listamenn komi á þessu ári, jafnvel um 140 manns. Íbúðarmálin takmarka þó fjölgun þeirra því ekkert er um lausar íbúðir í bænum.
Flestir listamenn koma frá Bandaríkjunum og að auki hafa margir Englendingar, Írar og Þjóðverjar dvalið á Skagaströnd. Margt bendir til þess að listamennirnir séu einstaklega duglegir að kynna listamiðstöðina, Skagströnd og Ísland á meðal samlanda sinna þegar heim er komið.
Til Skagastrandar komið listamenn af ótrúlega mörgu þjóðerni og fjarlægum löndum eins og Brasilíu, Austur Tímor, Singapore og Suður Kóreu. Mörgum er minnisstæð yndæl kona frá Ástralíu sem lét sér ekki nægja að halda listsýningu og heldur steig á svið á í Kántrýbæ eftir spurningakeppnina og söng þjóðlagatónlist frá heimalandi sínu. Hún hafði aldrei séð snjó og þótti einna furðulegast að hún heyrði marr þegar hún gekk um í snjó. Enginn hafði sagt henni neitt um þetta einkennilega hljóð.
Fjölmargir listamenn halda enn góðum tengslum við Nes listamiðstöðina og ekki síður ýmsa íbúa á staðnum. Nefna má að nærri tvö þúsund „vinir“ eru skráðir á Fésbókarsíðu listamiðstöðvarinnar.
Eftirfarandi er ágætt dæmi um áhugaverða vefslóðir listamanna sem hér hafa dvalið:
Flestum sem starfað hafa í ferðaþjónustu er kunnugt um hið mikla gildi sem frásagnir ánægðra ferðamanna hafa. Listamenn sem til Skagastrandar koma eru miklir áhrifavaldar og hvetja aðra listamenn til að sækja um dvöl hér.