Fjórir aðilar á Skagaströnd fengu styrki hjá Menningarráði Norðurlands vestra en ráðið stóð fyrir úthlutun í Kántrýbæ miðvikudaginn 21. október.
Lárus Ægir Guðmundsson fékk styrk til að skrifa bók um skip og báta á Skagaströnd 1908-2008, Sveitarfélagið Skagaströnd fékk styrk til stofnunar ljósmyndasafns og söfnunar eldri og yngri ljósmynda, Nes listamiðstöð fékk dvalar- og verkfnastyrki fyrir listamenn og loks fékk Guðmundur Ólafsson styrk til heimildarmyndagerðar.
Síðari umsóknarfrestur ársins 2009 um verkefnastyrki Menningarráðs Norðurlands vestra rann út 15. september sl. Alls bárust 65 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 47 milljónum króna.
Á fundi sínum, 7. október sl., ákvað menningarráðið að úthluta verkefnastyrkjum til 52 aðila alls að upphæð 18.300.000 kr.
Af þessum átján milljónum er um fjórðungi upphæðarinnar varið til tónlistarverkefna og rúm 20% renna til varðveislu menningararfsins og safnamála.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:
1.750.000 kr.
- Skotta ehf. kvikmyndafjelag - Tvö verkefni: Bjarni Har. og Dansað á fáksspori
1.500.000 kr.
- Söngskóli Alexöndru, Tónlistarskóli A-Hún.
- Tónlistarskóli V-Hún. – Draumaraddir norðursins
1.000.000 kr.
- Byggðasaga Skagafjarðar - Byggðasaga Skagafjarðar
- Sögusetur íslenska hestsins - Tvö verkefni: Íslenski hesturinn, yfirlitssýning til 1950 og Söfnun, skráning og skönnun heimilda um íslenska hestinn.
850.000 kr.
- Helga Rós Indriðadóttir - Tvö verkefni: Klassík 2010 – Óperutónleikar í Skagafirði og Sönglög Jórunnar Viðar - útgáfutónleikar.
750.000 kr.
- Nes listamiðstöð - Dvalar- og verkefnisstyrkir fyrir listamenn í Nes listamiðstöð 2010
500.000 kr.
- Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Stafrænn ljósmyndagrunnur
- Sigríður Tryggvadóttir - Sumardagurinn fyrsti, heimildarmynd.
400.000 kr.
- Landnám Ingimundar gamla - Hljóðleiðsögn um slóðir Vatnsdælasögu
- Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og Jenný Karlsdóttir - Altarisdúkar í íslenskum kirkjum.
- Jón Þorsteinn Reynisson - Tvö verkefni: Útgáfa geisladisks og Gömlu slagararnir
- Karlakórinn Heimir - Upp skaltu á kjöl klífa.
- Fluga hf. - Hrossaræktandinn Sveinn Guðmundsson. Ævi og störf. Reiðhallarleiksýning
- Nemendafélag FNV - Söngleikurinn Sódóma
- Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur - Minnisvarði um Guðmund Bergþórsson
- Vesturfarasetrið - Minningarstofa um vestur-íslenska rithöfundinn Bill Holm.
350.000 kr.
- Karlakórinn Lóuþrælar - Tvö verkefni: Í vesturveg og Haust- og jólatónleikar
300.000 kr.
- Elinborg Sigurgeirsdóttir - Lauf, útgáfa geisladisks
- Bróðir Svartúlfs - Útgáfa geisladisks
250.000 kr.
- Sögufélagið Húnvetningur og Ingi Heiðmar Jónsson - Húnvetnskir ættstuðlar
- Héraðsskjalasafn V-Hún. - Ljóð húnvetnskra skáldkvenna dregin fram í dagsljósið
- Lárus Ægir Guðmundsson - Skip og bátar á Skagaströnd 1908-2008
- Lafleur ehf. - Hinn svali blær / Glíman við Glám
- Háskólinn á Hólum – Hólarannsóknin - Björgunarrannsókn við Kolkuós í Skagafirði
- Sveitarfélagið Skagaströnd - Stofnun ljósmyndasafns og söfnun eldri og yngri ljósmynda
- Guðmundur Ólafsson - Heimildarmyndagerð
- Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga - Skagfirska kirkjurannsóknin
- Guðný Káradóttir, Valgeir Kárason o.fl. - Raddir fólksins
- Skagabyggð - Örnefnaskráning í Skagabyggð
- Fornverkaskólinn - Uppbygging á aðbúnaði og aðstöðu Fornverkaskólans
- Rósmundur Ingvarsson - Fornleifaskráning í Skagafirði
- Jón Hilmarsson - Skín við sólu Skagafjörður – ljósmyndabók
- Róbert Óttarsson - Æskudraumar – útgáfa geisladisks
- Verslunarminjasafn Bardúsa, Grettistak og Ferðamálafélag V-Hún. - Forn handbrögð – handverksnámskeið
- Hólmfríður Bjarnadóttir - Hvalrekinn á Ánastöðum – einleikur
- Leikfélag Sauðárkróks - Barnaleikritið Rúi og Stúi
- Guðrún Brynleifsdóttir - Skotta – einleikur
200.000 kr.
- Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls - Þýsk messa eftir Franz Schubert
- Skagfirski kammerkórinn - Á vetrarbraut
150.000 kr.
- Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi - Kynningar og markaðssetning Vefnaðarbókar Halldóru Bjarnad.
- Minningarsjóður Aðalheiðar E. Gunnarsdóttur – Styrktartónleikar
100.000 kr.
- Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík og Sauðárkróksbíó - Kvikmyndalestin RIFF um land allt
- Háskólinn á Hólum - Fornleifar í landi Keldudals – heimasíða
- Héraðsskjalasafn A-Hún. - Horfnir tímar – hver er maðurinn/staðurinn?
- Málmblásarakvintett Norðurlands og Karlakórinn Heimir - Kórbrass á aðventu
- Rökkurkórinn - Jólatónleikar
- Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði - Skagfirskir tónar
- Kammerkór Norðurlands - Tónleikahald – íslensk kórtónlist
- Kirkjukór Sauðárkrókskirkju - Kirkjukvöld í Sæluviku
- Samkórinn Björk - Lúsíuhátíð
- Hestamannafélagið Neisti - Börn og unglingar á hestasýningum
- Matarkistan Skagafjörður - Málþing um íslenskan mat á MATUR-INN 2009