Metafli kom í land á Skagaströnd í október eða 1.839 tonn sem slær jafnvel við metaflanum í september á þessu ári. Enn má ítreka það að elstu menn muna vart annað eins.
Þessir tveir síðustu mánuðir hins nýja fiskveiðiárs lofa góðu um framhaldið enda aflabrögð verið með afbrigðum góð á miðum í og nálægt Húnaflóa.
Aflahæstu skipin í október eru þessi:
- Sighvatur GK57, 382 tonn
- Arnar, HU1, 376 tonn
- Ágúst GK95, 186 tonn
- Tómas Þorvaldsson GK10, 181 tonn
- Gullhólmi SH201, 119 tonn
- Kristrún, RE177, 99 tonn
- Rifsnes SH44, 82 tonn