Mikið at í Skagastrandarhöfn

 

 

Mjög góður afli hefur verið í Húnaflóa að undanförnu og fjöldi báta lagt upp á Skagaströnd. Flestir selja afla sinn á markað. Stórir bátar eins og Valdimar GK og Ágúst GK, báðir gerðir út af Þorbirni Fiskanesi í Grindavík, hafa lagt hér upp á rúnti sínum um landið, sá fyrrnefndi landaði 15. októberum 66,2 tonnum og sá síðarnefndi tæplega 48 tonnum daginn eftir

 

Mikið at hefur því verið í Skagastrandarhöfn og ekkert lát á því þar sem togarinn Arnar kemur inn á sunnudagskvöldið.

 

Þann 15. október lönduðu þessir bátar:

 

  • Sæfari SK,           2.315 kg
  • Svanhvít HU,       2.738 kg
  • Bjartur í Vík HU,     616 kg
  • Kristbjörg HF,      5.353 kg
  • Hildur GK,            5.694 kg
  • Kristinn SH,         9.989 kg
  • Hafrún                  4.222 kg
  • Valdimar GK,    66.211 kg
  • Surprise HU,          288 kg

 

Þann 16. október lönduðu þessir bátar:

 

  • Gunnar afi SH,   3.410 kg
  • Óli Gísla GK,      8.785 kg
  • Ágúst GK,         47.865 kg
  • Hildur GK,           4.319 kg
  • Kristbjörg HF,     5.499 kg
  • Kristinn SH,      12.845 kg
  • Dagrún ST,         2.537 kg