Allir unglingar á Norðurlöndum á aldrinum 15 til 19 ára ættu nú að leggja höfuðið í bleyti, dusta rykið af sköpunargáfunni og gera stuttmynd um hlýnun jarðar og loftslagsmál því nú í haust byrjar samkeppnin „REClimate –myndir til varnar loftslaginu”.
Flest kemur til greina: tónlistarmyndbönd, tilraunamyndir, mini-heimildarmyndir eða heimagerðar stuttmyndir. REClimate er ætlað að hvetja ungt fólk til að gera myndir sem geta orðið innlegg í pólítíska umræðu. Bestu myndirnar verða sýndar á Leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember.
Þátttakendur geta hlaðið myndum sínum á heimasíðuna www.reclimate.net frá 24. ágúst til 23. október. Eftir það ráðast úrslitin í atkvæðagreiðslu á heimasíðunni og með vali sérstakrar dómnefndar.
Í dómnefnd REClimate eur meðal annara sænski listamaðurinn Timbuktu, danski leikarinn Cyron Melville, norska leikkonana Iram Haq og finnski leikarinn Samuli Vauramo.
REClimate er ætlað að gefa ungmennum tækifæri til að láta rödd sína heyrast á leiðtogafundinum, hvetja þá til að kynna sér loftslagsmál, koma með hugmyndir til lausna á vandamálum og gefa sigurvegaranum tækifæri til að vinna 2000 evrur!
„Framtíðin er í höndum unga fólksins og með því að efna til þessarar keppni viljum við hvetja ungt folk til að tjá sig um þetta mikilvæga mál með nútíma tækni.”
Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum
Hér getur er hægt að fá innblástur fyrir REClimate mynd: http://www.reclimate.net
Frekari upplýsingar gefur verkefnisstjóri REClimate:
Josefin Lindberg í síma 0046 739 232725 eða í tölvupósti josefin@reclimate.net.
REClimate er ný keppni sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, norrænu kvikmyndastofnununum, Sambandi norrænu félaganna og norrænu kvikmyndavefsíðunni www.dvoted.net.
Josefin Lindberg
Project Coordinator
REClimate- film for the climate!
FNF
Norra Vallg 16
211 25 Malmö
Sweden