Mjög áhugavert námskeið í upphafi skólastarfs

 

Námskeið um grenndarfræði, umhverfi og menningu var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar þann 15. ágúst s.l. í félagsheimilinu á Hvammstanga.

Fyrirlesarinn Bragi Guðmundsson, prófessor útskýrð með áhugaverðum dæmum að staðarmenning hvers skólasvæðis leggur skólunum takmarkalítil tækifæri í hendur til að auka fjölbreytni í viðfangsefnum í öllum námsgreinum fyrir alla aldurshópa.

 

Námskeiðið sóttu 60 kennarar grunn- og leikskóla Húnavatnssýslna og grunnskólans á Borðeyri.

 

Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með daginn.

Myndir: Þátttakendur og  Leiðbeinandi.