Mjög lærdómsríkt og skemmtilegt námskeið um útikennslu

Námskeið um útikennslu var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar á Húnavöllum þann 4. mars s.l.

Fyrirlesarinn Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og kennari útskýrði með áhugaverðum dæmum, bóklegum og verklegum, kosti útikennslu í skólastarfi. Útikennsla er þegar hluti kennslunnar er fluttur út í nánasta umhverfi skólans og reglulega eru unnin verkefni utan skólastofunnar.

 

Aðalsteinn Örn lagði áherslu á kosti útikennslu og nefndi sem dæmi að hún auki skilning á náttúru, vísindum og umhverfi og ítrekaði að umhverfi hvers skólasvæðis leggði skólunum endalaus tækifæri í hendur til að auka fjölbreytni í viðfangsefnum í öllum námsgreinum fyrir alla aldurshópa.

 

Námskeiðið sóttu 32 kennarar grunnskóla Húnavatnssýslna og grunnskólans á Borðeyri.

 

Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með daginn.

Myndir: Þátttakendur og Leiðbeinandi að störfum úti og inni