12.01.2011
Þó ekki sé mikill snjór á Skagaströnd hefur skafið að húsum og víða er erfitt að komast að sorptunnum.
Íbúar eru beðnir um að moka vel frá tunnunum svo starfsmenn Sorphreinsunar geti án vandkvæða komist að þeim, flutt þær út að götu og tæmt.
Á morgun, fimmtudag, verður almenna sorptunnan losuð, og á föstudaginn endurvinnslutunnan.