27.07.2010
Skagstrendinga ætla að skemmta sér saman helgina 13. til 15. ágúst. Um leið er öðru góðu fólki heimilt að koma í bæinn og njóta helgarinnar. Þó er eitt skilyrði sett, aðeins skemmtilegt fólk fær aðgang.
Nokkur mynd er farin að færast á dagskrá Kántrýdaga og er líklegt að flestir geti þá fundið sér eitthvað til skemmtunar og ánægju.
Sem fyrr er gert ráð fyrir að íbúar skreyti götur bæjarins en skreytingarnar hafa sett mikinn svip á hann síðustu árin. Yfirleitt er skreytt á fimmtudeginum og um kvöldið verður hressilegt upphitunarball í Kántrýbæ.
Föstudagur 13. ágúst
Formlega hefjast Kántrýdagar föstudaginn 13. ágúst kl. 18 með fallbyssuskoti. Þennan dag verður margt í boði. Nefna má húsasmíðar yngstu kynslóðarinnar á Kofavöllum. Þá verður haldið námskeið í töfrabrögðum fyrir börn og unglinga, listsýning verður í Nes listamiðstöðinni og spákonurnar bjóða þeim sem vilja að skyggnast í framtíð sína. Síðar um kvöldið verða tónleikar í hátíðartjaldi þar sem 59’ers og Janus leika.
Varðeldur verður kveiktur á Hólanesi og sungið við undirleik þar til tími er kominn til að fara á tónleika í Bjarmanesi eða á ball í Kántrýbæ en þar heldur hljómsveitin Janus uppi miklu fjöri.
Laugardagur 24. ágúst
Hin síðustu á hefur Spákonuarfur staðið fyrir gönguferð upp á Spákonufell um kl. 10 á laugardagsmorgni og alltaf hefur fjöldi manns lagt á sig að ganga upp á þetta fallega fjall.
Fjölmargt annað er á dagskránni á laugardeginum. Nefna má dorgveiðikeppni, galleríið Djásn og dúllerí í Gamla kaupfélagshúsinu verður að sjálfsögðu opið, markaður verður í Miðnesi, tónleikar í Bjarmanesi og spákonurnar munu ekki láta sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn.
Barna- og fjölskylduskemmtun verður í hátíðartjaldi. Börn munu sýna töfrabrögð, börn munu taka þátt í söngkvakeppni og fleira mætti nefna.
Um kvöldið verður dagskrá í hátíðartjaldi þar sem fram koma heimamenn og auk þeirra Bjartmar og bergrisarnir, hljómsveitin Spottarnir og fleiri.
Nokkru síðar verða tónleikar í Bjarmanesi. Um leið hefst ball í Kántrýbæ þar sem Bjartmar Guðlaugsson og bergrisarnir leika fyrir dansi.
Sunndagur 15. ágúst
Sunnudagurinn er ekki síður góður á Kántrýdögum. Sem fyrr er galleríið með fallega nafninu Djásn og dúllerí opið og listsýning er í Nes listamiðstöðinni. Að venju verður gospelmessa í hátíðartjaldinu og þar mun kirkjukór Hólaneskirkju syngja undir stjórn Óskars Einarssonar.
Loks má nefna að kaffihlaðborð í Bjarmanesi þar sem Húnabandið og Rúna munu leika og syngja gestum til ánægju.