Þessi mynd var tekin 1937 eða 1938 af síldarskipum við Skagaströnd. Á þessum tíma var Hafnarhúsið enn á þessum stað en það var síðan flutt á núverandi stað síðar til að rýma fyrir síldarverksmiðju á sömu lóð. Nær okkur á myndinni til vinstri sést í bryggjuna frá 1922 rétt austan við Hólsnefið og þar eru menn í aðgerð.