Um árabil var það algeng sjón á sumrin að sjá báta koma með dauðar hrefnur í eftirdragi til hafnar á Skagaströnd. Hrefnurnar voru síðan hífðar upp á bryggju og skornar þar eftir kúnstarinnar reglum. Beinagrindin og innyflin voru síðan sett um borð aftur og þeim fargað í sjóinn í Húnaflóanum. Þessi mynd er þó óvenjuleg að því leiti að á henni eru fjórar hrefnur á bryggjunni í einu. Líklega eru þær afli bátsins Sigurbjargar St 55 sem sér í til vinstri. Hrefnuveiðibátarnir fengu úthlutað kvóta þannig að veiðarnar voru ekki frjálsar auk þess sem fjöldi báta, sem máttu stunda veiðarnar, var takmarkaður. Hrefnur geta orði allt að 14 tonn að þyngd og þær lifa venjulega 30 - 50 ár en geta orðið 60 ára. Ekki er vitað hvenær þessi mynd var tekin en líklega var það kringum 1985.