Aðfaranótt 22. október 1997 kom upp eldur í veitingahúsinu Kátrýbæ. Helmingur hússins brann það illa að ekki var um annað að ræða en að rífa brunarústirnar. Á þessum myndum er verið að rífa þann hluta hússins sem brann. Þess má geta að Kántrýbær var strax endurbyggður á sama stað en með nýju sniði. Veitingastaðurinn var síðan opnaður aftur í því húsi þann 27. júní 1998 undir sama nafni.