Myndin var tekinn um borð í síðutogaranum Arnari Hu 1 árið 1969 en hann var fyrsta skip hins nýstofnaða Skagstrendings hf. Á henni sést hvers konar vandræði gátu fylgt því að toga innan um hafísinn sem þá var á miðunum. Forvírinn hefur húkkast um jaka og erfitt reynist að losa hann án þess að slíta. Maðurinn sem grillir í miðskips er Björn Haraldsson (Bangsi) (d.21.9.1988) en maðurinn við spilið er óþekktur.