"Þegar lægst er á lofti sólin, þá loksins koma jólin..." segir í dægurlagatextanum. Það er þess vegna með bjartsýni og vissu um bjartari tíð sem við getum horft fram á veginn þegar birtutíminn lengist um hænufet á hverjum degi. Njótum því jólanna með okkar nánustu og munum að, "Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst", á þessum einkennilegu Covid tímum.
Myndasafnið óskar öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs um leið og minnt er á að safnið tekur alltaf við myndum með mikilli gleði og þakklæti.