Þessir nemendur Höfðaskóla tóku sig til og söfnuðu peningum fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Peningana afhentu þau síðan sóknarprestinum séra Agli Hallgrímssyni (d.9.6.2021) sem þjónaði á Skagaströnd 1991 - 1997. Á myndinni eru, frá vinstri: Davíð Björgvinsson, Ásdís Lýðsdóttir (nær), Ragna Magnúsdóttir (fjær), Sveinþór Ari Arason (fjær), Þóra Lísebet Gestsdóttir (nær), Karen Peta Karlsdóttir (nær), Andri Ómarsson (fjær), Bæring Skarphéðinsson, Elva Dröfn Árnadóttir (nær), séra Egill (fjær), Ólafur Guðmundsson (fjær), Kolbrún Freyja Þórarinsdóttir (nær), Hafsteinn Auðunn Björnsson (fremst), Sigrún Líndal Þrastardóttir (næst fremst), Birna Ágústsdóttir (næst aftast), Unnur Kristjánsdóttir kennari (aftast), Elvar Arinbjörn Grétarsson, Magnús Hallgrímsson (fjær) og Heiðrún Ósk Níelsdóttir (nær). Myndina tók Ólafur Bernódusson einhverntíma á árunum 1991 - 1993.
Ljósmyndasafn Skagastrandar