Á vorin er oft hægt að afla vel af fallegum hrygningarþorski sem er á leiðinni inn í Húnafjörð til að hrygna. Þetta vita sjómenn á Skagaströnd og reyna að nýta sér eins og veður og kvóti leyfa. Janette Kerr, listamaður sem dvaldi hjá Nes listamiðstöð í mars 2020, fór þá einn netaróður með feðgunum á Dagrúnu HU 121 í köldu en góðu veðri. Á myndinni eru þeir feðgarnir Eiríkur Lýðsson og Friðmar Kári Eiríksson að blóðga fiskinn sem var í síðustu trossu sem þeir drógu.
Ljósmyndasafn Skagastrandar