Myndin var tekin 14. maí 2011 af, frá vinstri: Sigurbjörgu Birtu Berndsen, Guðrúnu Önnu Halldórsdóttur og Sigurlaugu Máney Sæmundsen. Þær eru með "fósturbarn" á burðarpoka. Barnið var reyndar dúkka sem kom frá Rauða krossinum gegnum Höfðaskóla. Dúkkan hegðaði sér eins og lifandi barn og þurftu þær að sinna henni með mat og drykk, skipta á henni og vakna til hennar á nóttunni þegar hún grét. Þetta var tilraun til að elstu nemendur Höfðaskóla áttuðu sig á hvernig það er að sjá um ungabarn. Stelpurnar voru með dúkkurnar í nokkra sólarhringa og voru flestar fegnar þegar tilrauninni lauk. Af stúlkunum er það að frétta að Birta er lögfræðingur í framhaldsnámi í Austurríki, Guðrún er í læknanámi við HÍ og Silla Máney nemur byggingafræði í Noregi.
Ljósmyndasafn Skagastrandar