Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Sigurður Skagfjörð Bjarnason lést 16. maí síðast liðinn. 

Eftir stutta en illvíga veikindabaráttu hefur Sigurður Bjarnason ferð sína inn í ljósið, ferð sem við förum öll, þó brottfarartíminn sé óviss.

Siggi var vinamargur enda glaðsinna og skemmtilegur húmoristi. Hann hafði mjög góða söngrödd, var lagviss og leiddi því gjarnan tenórröddina í kirkjukórnum, þar sem hann söng í áratugi. Þá hafði hann gaman af vísum og kviðlingum og gat þulið upp heilu kvæðabálkana, sem hann kunni utan að.

Við vottum aðstandendum hans samúð okkar nú þegar hann hverfur af hinu jarðneska sviði. Minningin um góðan vin lifir.

Útför Sigurðar Skagfjörð Bjarnasonar  fer fram frá Hólaneskirkju föstudaginn 27. maí klukkan 14:00.


Ljósmyndasafn Skagastrandar