Þessi mynd var tekin þegar Lárus Ægir Guðmundsson, sem stendur á bakkanum hjá stökkbrettunum, var að kenna sund í lauginni á Skagaströnd. Myndin var líklega tekin kringum 1970. Í lauginni eru, frá vinstri: Gunnar Þór Gunnarsson, Hafþór Smári Gylfason, Valdimar Valdimarsson, Vilhelm B. Harðarson, óþekktur, Kristinn Guðmundsson, tveir óþekktir, Páll Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Jón Hallur Pétursson og Stefán Þór Árnason. Ef þú þekkir óþekktu drengina vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.
Ljósmyndasafn Skagastrandar