Finnbogi Geir Guðmundsson lést 16. nóvember á hjúkrunarheimilinu Sæborg.
Finnbogi var klár og hress í anda fram í andlátið. Fylgdist vel með þjóðmálum og lá ekki á skoðunum sínum um þau. Hann hafði gaman af að syngja og spilaði dálítið á hljóðfæri. Sjálfur sagði hann að það skemmtilegasta sem hann gerði væri að grínast og gantast í fólki. Sérstaklega hafði hann gaman af heimsóknum leikskólabarnanna á heimilið og þau eiga sjálfsagt eftir að minnast hans sem gamla mannsins sem kenndi þeim að syngja “Þrjár litla mýs”. Finnbogi átti við vanheilsu að stríða undanfarin misseri en líkaði svo vel á Sæborg að hann vildi láta jarðsetja sig á Skagaströnd. Aðstandendum Finnboga er vottuð samúð þegar hann nú heldur inn í ljósið á vit nýrra ævintýra.
Útför Finnboga Geirs Guðmundssonar fer fram frá Hólaneskirkju föstudaginn 2. desember klukkan 14:00
Ljósmyndasafn Skagastrandar