Mynd vikunnar

Mánudagsmynd Ljósmyndasafns Skagastrandar er úr safni Guðmundar Guðnasonar. Hún er líklega tekin á árunum 1960 til 70. Um tilefnið er ekki vitað og hópurinn gæti verið á ferðalagi. Ljóst er að nokkrir Skagstrendingar eru á myndinni og þeir sem þekkja þá eru beðnir um að láta Hjalta Viðar Reynisson, verkefnisstjóra Ljósmyndasafnsins vit. Síminn hjá honum er 455 2700 og hann er við fyrir hádegi alla virka daga.

Í síðustu viku leitaði Hjalti eftir nöfnum manna við vegavinnu eða túnvinnu á Skagströnd. Ekki þekktust nú margir þeirra en þó er vitað að lengst til hægri er Guðmundur Guðnason og við hlið hans er Ágúst Jakobsson. Þeir sem til þekkja eru því hvattir til að gaumgæfa myndina og láta vita beri þeir kennsl á þá sem enn eru ekki nafngreindir.