Mynd vikunnar

Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason
Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason

Kaupfélagið rak í mörg ár sláturhús á haustin á neðri hæðinni í gamla frystihúsinu undir Höfðanum (nú H59).

Slátrun var hætt þar á sjöunda áratugnum. Á myndinni sér yfir vinnslusalinn.

Talið frá vinstri Soffía Sigurðardóttir (d.11.9.1968) í Valhöll, Magnúsína í Grund, Kristinn Jóhannsson (d.9.11.2002) í Héðinshöfða, Ingvi Guðnason (d.31.12.1991) í Valhöll, Skafti Fanndal Jónasson (d.2.9.2006) í Dagsbrún, Bjarni Loftsson (d.8.11.1990) í Bjarnarhöfn kíkir bak við hann, Sigmar Jóhannesson (d.20.4.2000) og Páll Jóhannesson bróðir hans báðir úr Mýrinni. 

Ef þú veist hvers dóttir Magnúsína var - vinsamlegast sendið athugasemd á myndasafn@skagastrond.is