Í maí - júní 2022 stóð Gleðibankinn fyrir opinni ljósmyndakeppni. Gefin voru upp sex þemu/verkefnaflokkar og áttu keppendur að senda inn eina mynd í hverjum flokki. Ekki var skylda að taka þátt í öllum flokkunum. Þriggja manna valnefnd valdi síðan fimm bestu myndirnar í hverjum flokki, sem voru síðan prentaðar í A 3 stærð. Þær myndir voru svo sýndar í Bjarmanesi og Fellsborg sinn hvorn daginn. Um 200 manns kom á sýninguna og kaus bestu mynd í hverjum flokki. Þessa mynd tók Hjalti Viðar Reynisson og sendi inn í flokkinn "Andlit". Myndin er af múkka eða fýl en hann er fugl sem er mjög duglegur að bjarga sér og getur orðið rúmlega fimmtugur. Af honum þarf því ekki að hafa áhyggjur. Aftur á móti eiga snjótittlingar erfitt uppdráttar í tíðarfari eins og nú er og því sjálfsagt að gefa honum korn eða brauðmola út á hjarnið. Þrestir, svartþrestir og starar þiggja líka með þökkum ef þeir fá skrælt epli eða peru út til sín. Munum eftir þessum litlu fallegu fuglum á veturna.
Ljósmyndasafn Skagastrandar