Hér sjást kvenfélagskonur í Einingu við framleiðslu á ullar-neyðarfatnaði fyrir sjómenn. Fatnaðinn gáfu þær síðan um borð í skip sem gerð voru út frá Skagaströnd. Vinstra megin er Soffía Lárusdóttir (d. 31.3.2010) í köflóttri peysu og dökkhærða konan er Elísabet Árnadóttir (Bebbý) (d.16.3.2017), hinar eru óþekktar. Hægra megin eru frá vinstri: Lára Kristjánsdóttir (d. 6.9.1993), Rósa Pálsdóttir (d. 1.5.2002), Soffía Sigurðardóttir (d. 24.10.2002), Karla Helgadóttir (d. 25.9.1986), Halldóra Pétursdóttir (d. 23.12.1987), Dómhildur Jónsdóttir (d. 18.10.2012), óþekkt og Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (d. 13.7.2003). Myndin var líklega tekin snemma á níunda áratugnum. Við óskum kvenfélagskonum til hamingju með dag kvenfélagskonunnar 1. febrúar.
Ljósmyndasafn Skagastrandar