Mynd vikunnar

Ljósmynd: Skagaströnd - safn
Ljósmynd: Skagaströnd - safn

Í áratugi var litla sundlaugin á Skagaströnd bara opin á sumrin en með tilkomu hitaveitunnar er hún nú opin allt árið. Hún var venjulega opnuð í byrjun maí því þá var skólasund í 2-3 vikur. Þessi mynd var tekin í byrjun maí 1995 en þá var sundlaugin mikið meira en full af snjó. Gripið var til þess ráðs að moka snjónum úr lauginni með gröfu og handskóflum en allra síðasti snjórinn var bræddur með því að úða vatni yfir hann. Sundkennslan hófst örlítið síðar en ætlað var en nemendur Höfðaskóla fengu sína sundkennslu þetta vorið eins og áður. Myndin segir okkur meira en mörg orð hve ljúfur og snjóléttur veturinn á Skagaströnd hefur verið fram að þessu. 

Ljósmyndasafn