Þessi mynd var tekin á Hólatúni (tjaldsvæðinu) á Skagaströnd 16. júlí 1985 þegar golf var leikið í fyrsta sinn á Skagaströnd. Þá hafði Golfklúbbur Vindhældihrepps hins forna verið stofnaður nokkrum dögum fyrr. Seinna var nafni klúbbsins breytt í núverandi horf - Golfklúbbur Skagastrandar. Í þetta fyrsta sinn voru notaðar ein kylfa og einn púttari því fólkið átti ekki fleiri áhöld til golfiðkunar og allir notuð þessar sömu kylfur. Á myndinni eru frá vinstri: Guðbjörg Viggósdóttir, Magnús B. Jónsson, Ólafur Bernódusson, Stefán Ægir Lárusson, Sigurbjörn Kristjánsson og Magnús Ólafsson (d. 23.7.2012). Á myndina vantar Ingiberg Guðmundsson en hann tók myndina.