Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Á sjómannadegi 2. júní 2012 voru þrír sjómenn heiðraðir fyrir björgunafrek sem þeir unnu sem ungir menn. Konan í miðunni er Auður Hjördís Sigurðardóttir en hún tók við heiðursmerkinu fyrir hönd föður síns Sigurðar Árnasonar (d.26.3.2013) sem bjargaði manni er féll útbyrðis af Vísi Hu 10 7. nóvember 1961. Mennirnir eru Birgir Þórbjarnarson til vinstri og Sigurður Björnsson til hægri. Þeir björguðu konu og tveimur ungum frænkum hennar 8. september 1962 þegar bíll sem þær voru í fór fram af hafnargarðinum á Skagaströnd um leið og Húni HU 1 var að koma fyrir garðinn. Móðir stúlknanna litlu, sem ók bílnum, festist í honum og drukknaði í slysinu.  Húni Hu 1 var að koma til hafnar eftir langa fjarveru á síldveiðum en skipstjórinn, Hákon Magnússon (d.2.8.2020), var eiginmaður konunnar sem lést í slysinu.  Birgir var í áhöfni Húna og stakk sér strax í sjóinn til að bjarga en Sigurður hafði verið að vinna  á bryggjunni og hljóp fram garðinn og stakk sér til að bjarga. Þrátt fyrir tilraunir þeirra félaga og fleiri tókst ekki að ná konunni úr bílnum enda 8 - 10 metra dýpi við enda hafnargarðsins.  Efst í horninu til hægri sér í Lárus Ægi Guðmundsson sem sá um heiðrunina.

Ljósmyndasafn