Þetta er predikunarstóll úr Hólaneskirkju eldri. Myndin tekin 6. október 1991. Í bókinni: Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300 - 2012 , eftir Lárus Ægi Guðmundsson vitnar hann í lýsingu á kirkjunni frá 1932 á stólnum: "Framan við kórinn sunnanverðan er predikunarstóllinn, fimmkantaður á fæti og eru tvær tröppur upp í hann. Á fjórum köntum eru myndir af guðspjallamönnunum en fimmti kanturinn mynd af Pétri postula. Nöfn þeirra standa fyrir neðan myndina, en að ofan er letrað Til Guðs Ære og kirkans sin. Peter Möller 1768. Stóllinn var áður í Spákonufellskirkju en lítið eitt breyttur og er hinn prýðilegasti gripur". Þessi 255 ára gamli gripur er nú geymdur í kjallaranum í nýju Hólaneskirkjunni.